Fjölmörg heimili og fyrirtæki í þjónustu

Íslenska Gámafélagið losar sorp frá u.þ.b. 100.000 heimilum og 3.000 fyrirtækjum víðsvegar um landið og er fyrirtækið eitt það stærsta á landinu sem starfar við losun og förgun úrgangs og endurvinnslu. Við þjónustum heimili, fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir af öllum stærðum og gerðum. 

Okkur er fátt óviðkomandi þegar það kemur að endurvinnslu.  Við tökum á móti og söfnum verðmætum málmum af ýmsu tagi, rafgeymum, rafhlöðum, hjólbörðum og auðvitað öllu sem sett er í tunnur okkar og gáma. Við getum einnig sótt rafmagnsvörur, rafmagnstæki og spilliefni.