Gerðu þína eigin moltu

Búðu til þína eigin moltu úr lífrænum úrgangi inni í moltugerðartunnunni.

Með því að endurnýta lífrænan úrgang geta einstaklingar búið til sinn eigin áburð sem kallast molta. Í HUMUS jarðgerðarkassa fara þau lífrænu efni sem til falla í garðinum eins og til dæmis gras, greinar, afklippur plantna auk þess ýmislegt sem til fellur í eldhúsinu s.s. grænmetisafgangar, brauð, kaffikorgur, te og þess háttar.

Molta er mjög góður jarðvegsbætir og áburður og hún er rík af næringarefnum sem eru lengi að losna út í jarðveginn og veitir því plöntum áburð í nokkur ár. Þegar moltan er tilbúin er gott að blanda henni við jarðveginn, undir plöntur, við plöntur eða sem yfirlag í trjábeð.

Það tekur 8-10 mánuði fyrir fullþroskaða moltu að verða til og er yfirleitt nóg að fylgjast vel með moltunni, þreifa á henni og finna lyktina til þess að ákveða hvort hún er tilbúin.

Tilbúin molta er kornótt og dökk að lit og er lík mold að viðkomu, lykt og útliti.

 

Moltugerðartunna

Jarðgerum lífrænan úrgang

Upplýsingarit um jarðgerðarílát

Þú ert að panta:

Tengiliður pöntunar

Ef greiðandi er annar en sá sem pantar