Vottanir og viðurkenningar

Íslenska Gámafélagið leggur áherslu á að skara fram úr í því sem það tekur sér fyrir hendur.  Við erum stolt af þeim viðurkenningum og vottunum sem við höfum fengið.


Framúrskarandi fyrirtæki 2017 og 2016


Íslenska gámafélagið er meðal framúrskarandi fyrirtækja að mati Creditinfo tvö ár í röð, þ.e. árin 2016 og 2017. Árið 2017  komust 2,2% fyrirtæki á listann af þeim rúmlega 38.500 sem skráð eru í hlutafélagaskrá. Til að teljast framúrskarandi verður fyrirtæki að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Er í lánshæfisflokki 1-3
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður þrjú síðustu rekstrarár
  • Ársniðurstaða hefur verið jákvæð þrjú síðustu rekstrarár
  • Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú síðustu rekstrarár
  • Eignir a.m.k. 90 m.kr. á síðasta rekstrarári og 80 m.kr. tvö rekstrarár þar á undan
  • Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá
  • Fyrirtækið er virkt samkvæmt. skilgreiningu Creditinfo
  • Ársreikningi skilað á réttum tíma


Jafnlaunavottun
Íslenska gámafélagið uppfyllir jafnlaunastaðalinn ÍST:85 og hefur því leyfi Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið. en fyrirtækið var meðal þeirra fyrstu á landinu til að uppfylla skilyrðin. Íslenska gámafélagið var þar áður fyrsta íslenska fyrirtækið til að fá jafnlaunavottun VR.
Kuðungurinn

Íslenska Gámafélagið hlaut Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, sem var afhentur á málþingi um græn störf á degi umhverfisins 2008.

Á árinu 2008 tóku Stykkishólmsbær og Flóahreppur þátt í slíku samstarfsverkefni sem skilaði stórkostlegum árangri strax á fyrstu mánuðum. Innleiðing flokkunarkerfisins var til fyrirmyndar, fyrirtækið kostaði og útbjó kynningarefni, íbúafundir voru haldnir, starfsmenn fyrirtækisins heimsóttu hvert heimili til að kynna verkefnið og veittu ráðgjöf. Árangurinn af verkefninu í Stykkishólmsbæ og Flóahreppi hefur orðið fleiri sveitarfélögum hvatning til að hefja innleiðingu sorpflokkunarkerfis Íslenska Gámafélagsins og þannig stuðlað að vakningu meðal sveitarstjórnarmanna í umhverfismálum.

Í starfi fyrirtækisins og markmiðum er að auki lögð áhersla á að setja sér mælanleg markmið í umhverfismálum og taka tillit til umhverfisins í allri starfsemi fyrirtækisins með virku og vottanalegu gæðakerfi, fagmennsku starfsfólks, nýtingu auðlinda með eins litlum umhverfisáhrifum og kostur er og vinna markvisst að notkun vistvænnar orku. M.a. hefur fyrirtækið sérhæft sig í að breyta bensín- og díselbílum í metangasbifreiðar sem ganga fyrir gasi framleiddu úr sorpi og eitt af umhverfismarkmiðum félagsins er að hefja framleiðslu metangass úr úrgangi og knýja þannig bílaflota sinn á sjálfbæran og umhverfisvænan hátt.Fyrirmyndarfyrirtæki 2012

Árin 2010 og 2011 var Íslenska Gámafélagið kosið fyrirtæki ársins en árið 2012 lentum við í þriðja sæti. Starfsfólk Íslenska Gámafélagsins þykir gott að starfa hjá fyrirtækinu, telur að vinnumórall sé góður og er umfram allt stolt af fyrirtækinu sínu.

Á ári hverju eru einnig valin Fyrirmyndarfyrirtæki ársins og í ár í hópi stórra fyrirtækja voru þau alls 10 talsins af 110 sem komust á blað. Samkvæmt VR telur það ástæðu til að vekja sérstaka athygli á frammistöðu þessara fyrirtækja sem mörg hver eru ofarlega á lista á hverju ári, hvort sem árar vel eða illa í þjóðfélaginu. Frá árinu 2005 hafa efstu fyrirtækin í könnun VR á Fyrirtæki ársins fengið nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki.ISO vottanir


Íslenska Gámafélagið hefur lengi haft það að markmiði að skara framúr í umhverfismálum og þjónustu. Fyrirtækið hefur vaxið ört og er það til marks um að viðskiptavinir þess séu almennt ánægðir með þá þjónustu og vöru sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða.

Rekstraraðilar Íslenska Gámafélagsins gera sér hins vegar grein fyrir að það að yfirlýsa eitthvað við viðskiptavininn er eitt, en að fá það staðfest af 3ja aðila er annað.

Því var ákveðið að innleiða umhverfisstaðalinn ISO 14001 og leita jafnframt eftir gæðavottuninni ISO 9001 á starfsemi fyrirtækisins.

Íslenska Gámafélagið er fyrsta sorphirðufyrirtækið á Íslandi til þess að innleiða ISO 14001 Umhverfisstjórnunarkerfi.

Íslenska gámafélagið er því með þrjár ISO-vottanir
Vottun, 14001.
Vottun, 9001.
Vottun: ÍST 85:2012

Jafnlaunavottun

Þann 17. apríl 2013 fékk Íslenska Gámafélagið fyrst fyrirtækja jafnlaunavottun VR. Þau uppfylla kröfur jafnlaunastaðals sem byggir á vinnu frá staðlaráði Íslands. Vinnan sem liggur að baki slíkri vottun er auðvitað töluverð en þar sem Íslenska Gámafélagið hefur einnig hlotið gæða- og umhverfisvottanir ( ISO 9001 og ISO 14001) þá var grunnvinnan til staðar.

Jafnlaunavottunin er ekki eingöngu staðfesting á því að mismunun eigi sér ekki stað hjá konum og körlum í launum. Jafnréttis- og jafnlaunastefna Íslenska Gámafélagsins kveður t.d. á um að hver starfsmaður sé metinn að eigin verðleikum og allri mismunun eftir kynferði, aldri, kynþætti, kynhneigð, þjóðerni, trúar-eða stjórnmálaskoðunum samræmist ekki stefnu félagsins og að henni sé útrýmt komi hún í ljós.

Vinnan að baki jafnlaunavottuninni tryggir einnig betra skipulag, meiri yfirsýn, færri mistök og nákvæmari skjalavinnslu. Úttektir eru framkvæmdar tvisvar á ári af BSI á Íslandi (British Standards Institution).
Fyrirtæki ársins 2011


Íslenska gámafélagið fékk 4.49 í heildareinkunn en hæsta mögulega einkunn er 5,00. Að meðaltali eru stærri fyrirtæki með 4,01 í einkunn.

Fyrirtækið fékk hæstu einkunn fyrir þáttinn Ánægja og stolt af fyrirtæki eða 4,73 sem er töluvert yfir meðaltali stærri fyrirtækjum sem er 4,18. Þátturinn Ánægja og stolt mælir m.a. vellíðan í vinnu og hvort viðkomandi myndi mæla með vinnustaðnum sem góðum vinnustað við vini.

Þá fékk fyrirtækið einnig háa einkunn fyrir Sveigjanleika í vinnu eða 4,66. Lægsta einkunnin er fyrir Launakjör, 3,89, en þau eru allajafna lægstur hjá fyrirtækjum í þessari könnun.

Þetta er annað árið í röð sem Íslenska gámafélagið er tilnefnt Fyrirtæki ársins og annað árið sem fyrirtækið birtist á listanum. Heildareinkunn fyrirtækisins var 4,59 í fyrra.Fyrirtæki ársins 2010

Íslenska gámafélagið fékk 4,59 í heildareinkunn en meðaltal stærri fyrirtækja var 3,98. Hæsta einkunn er 5,00 en sú lægsta er 1,00.

Einkunnir fyrir lykilþættina átta voru allar yfir 4,0 og er Íslenska gámafélagið eina fyrirtækið á lista stærri fyrirtækja sem enga einkunn fær undir fjórum. Hæsta einkunn er fyrir starfsanda, 4,85, en meðaltal stærri fyrirtækja er 4,30. Starfsandi tekur m.a. til þess hvort samskipti séu óþvinguð og hispurslaus. Þá fær trúverðugleiki stjórnenda 4,66 í einkunn hjá Íslenska gámafélaginu sem er umtalsvert hærra en meðtalið sem er 3,98. Undir þessum lið er bæði spurt um viðhorf svarenda til stjórnunar fyrirtækisins og samskipta við næstu yfirmenn.

Trúverðugleiki stjórnenda lækkaði almennt á milli ára í Fyrirtæki ársins. Þátturinn launakjör fær einnig mun hærri einkunn hjá Íslenska gámafélaginu en meðaltalið eða 4,21 á móti 3,12. Íslenska gámafélagið hefur ekki áður komist inn á lista yfir Fyrirtæki ársins.