HEIMATILBÚIN GRÆN FJÖLSKYLDA

Mannauðsstefna fyrirtækisins sækir stuðning í heimspeki Fisksins ,,Fish Philosophy“. Hún lýsir vilja fyrirtækisins til að vera framúrskarandi vinnustaður, þar sem metnaðarfullt starf er unnið af jákvæðu, samstilltu og ábyrgu fólki í anda jafnræðis. Mannauðsstefnunni er ætlað að tryggja starfsmönnum sem best starfsskilyrði og möguleika til að vaxa og dafna í starfi. Við nýtum hæfileika okkar og reynum eftir fremsta megni að gera hlutina sjálf, hvort sem um er að ræða skemmtanir, fræðslu eða aðra viðburði. Við lifum í anda gildanna okkar, GRÆN, og leggjum áherslu á að allir í fjölskyldunni séu hluti af fyrirtækinu.

FISKURINN
FiskurinnMannleg samskipti eru flókin og oft á tíðum erfið. Fiskurinn hjálpar okkur að meta einfaldleikann og að njóta lífsins, eins og það er í dag. Þeir sem tileinka sér lífsspeki fisksins muna eftir því að leika sér, gera daginn eftirminnilegan, þeir eru til staðar og síðast en ekki síst þá velja þeir sér viðhorf. Við erum öll mannleg og förum í gegnum sorgir og gleði, sigra og ósigra og oft finnst okkur lífið ekki sanngjarnt. Við höfum hins vegar alltaf val um það hvernig við bregðumst við þeim aðstæðum hverju sinni. Lífspeki fisksins hjálpar okkur að njóta ferðalagsins.

GRUNNÞARFIR
Það er hluti af menningu Íslenska gámafélagsins að við berum virðingu fyrir því að við erum ólík, við einbeitum okkur að styrkleikum okkar, höfum húmor fyrir veikleikunum og við höfum rétt á því að vera við sjálf. Það að við erum ólíkir einstaklingar gerir okkur að enn sterkari liðsheild, sérstaklega þegar að við áttum okkur á því að upphefja styrkleikana hvert hjá öðru í stað þess að einblína á veikleikana. Þrátt fyrir að við séum ólík erum við samt sem áður með sömu grunnþarfir. Grunnþarfirnar fimm eru undirstöðuþáttur í uppbyggingu og starfsmenn eru hvattir til að þekkja þarfir sínar. Það að þekkja þarfir okkar er grundvöllur þess að við skiljum hegðun okkar og getum breytt henni til betri vegar. Þekkir þú þínar grunnþarfir?
Grunnþarfir