Gæða og umhverfisstefna

Markmið Íslenska Gámafélagsins er að vera leiðandi á sviði umhverfismála í sorphirðu, endurvinnslu og endurnýtingu. Fyrirtækið leitast við að finna markvissar lausnir í umhverfismálum og leitar stöðugt nýrra tækifæra í nýtingu vistvænnar orku, sjálfbærni og nýtir auðlindir með eins litlum umhverfisáhrifum og kostur er.

Með starfsemi sinni leitast Íslenska Gámafélagið við að lágmarka áhrif þýðingamestu umhverfisþáttanna ásamt því að vera leiðandi fyrirtæki á Íslandi í umhverfisstjórnun, þekkt fyrir gæði þjónustunnar og framfarir í umhverfismálum.

Það er markmið Íslenska Gámafélagsins að uppfylla ávallt kröfur og væntingar viðskiptavina, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila og starfa ávallt í samræmi við lög og reglugerðir. Það gerir félagið með því að byggja upp virkt gæða-og umhverfisstjórnunarkerfi í samræmi við alþjóðlegar kröfur, halda starfsmönnum upplýstum og tryggja stöðugar endurbætur.

Til að tryggja stöðugar framfarir í gæða-og umhverfismálum setur fyrirtækið sér mælanlega markmið. Allir starfsmenn skulu vera meðvitaðir um umhverfisáhrif fyrirtækisins og hafa kunnáttu og færni til að draga skipulega úr áhrifum þýðingarmestu umhverfisþáttanna, sem eru:

  • Eldsneytisnotkun og losun gróðurhúsalofttegunda.
  • Efnanotkun, spilliefnaútgangur og losun efna í vatn og jarðaveg.
  • Almennur úrgangur, meðhöndlun og flokkun
Allir starfsmenn skulu verða meðvitaðir um gæðamarkmið fyrirtækisins sem eru að:

  • Efla umhverfisvitund viðskiptavina í flokkun, endurnýtingu og endurvinnslu.
  • Efla þjálfun og fræðslu starfsmanna á sviði gæða-og umhverfismála.
  • Bjóða nýjar lausnir í sorphirðu fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Stefnuna kynnum við öllu starfsfólki okkar, viðskiptavinum og birgjum, framfylgjun henni á skipulegan hátt og endurskoðum reglulega.

Stjórn Íslenska Gámafélagsins hefur sett og undirritað stefnuna.