Um okkur

Íslenska Gámafélagið var stofnað 1999. Tilgangurinn með stofnun fyrirtækisins var að auka samkeppni á því sviði atvinnulífsins sem snýr að sorphirðu. Hjá Íslenska Gámafélaginu starfa um 300 manns víða um land.

Íslenska Gámafélagið leitast við að bjóða viðskiptavinum sínum upp á heildarlausn á sviði flestrar umhverfisþjónustu. Það getur verið allt frá því að bjóða upp á ráðgjöf á sviði flokkunar og endurvinnslu, losun úrgángs, götusópun, snjómokstur, garðsláttur ásamt því að reka öflugustu véla- og tækjaleigu landsins.

Fyrirtækið hefur í dag yfir að ráða u.þ.b 2.000 járngámum og um 10.000 plastkara sem eru leigð fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum.

Þjónustusviðið spannar alla þætti almennrar sorphirðu, frá innsöfnun á heimilissorpi til söfnunar og flutnings á spilliefnum auk þess býður fyrirtækið upp á ráðgjöf á sviði endurvinnslu og flokkunarmála, vinnuvélaflutninga, leigu á vinnuskúrum, þurrsalernum, hálkueyðingu ásamt götusópun. 
Íslenska Gámafélagði er með starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu auk eftirtalinna svæða:

 • Suðurnes
 • Vestmannaeyjar
 • Árborg
 • Flóahreppur
 • Skeið- og Gnúpverjahreppur
 • Skaftárhreppur
 • Reyðarfjörður
 • Fljótsdalshérað
 • Fljótsdalshreppur
 • Akureyri
 • Fjallabyggð
 • Borgarnes
 • Snæfellsnes 
 • Sveitarfélagið Hornafjörður 

Íslenska Gámafélagið sér um að þjónusta flestar móttökustöðvar Sorpu , ásamt því að þjónusta rúmlega 3000 önnur fyrirtæki.

Á einstaklingsmarkaði þjónustar Íslenska Gámafélagið yfir 100.000 heimili á Íslandi og erum við eitt stærsta þjónustufyrirtækið á sviði sorphirðu fyrir einstaklinga á landinu í dag.

Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Gufunesi í sama húsnæði og því svæði sem Áburðarverksmiðjan var. Opið er á skrifstofu fyrirtækisins frá 08.00 til 17.00 alla virka daga. Fyrirtækið er með þjónustuvakt alla daga vikunnar til kl 21.00 á kvöldin, þjónustuvaktina er hægt að ná í í síma 577 57 57 eða 840 5757.