Um okkur

Hlutverk Íslenska gámafélagsins er að veita viðskiptavinum okkar áreiðanlega umhverfisþjónustu og nýtum það sem til fellur til að skapa verðmæti með þekkingu okkar og tækni. Þannig stuðlum við að hringrás hráefna og lágmörkum sóun vera leiðandi á sviði umhverfismála í sorphirðu, endurvinnslu og endurnýtingu. Gildi okkar eru gleði, ábyrgð og metnaður.

Íslenska Gámafélagið var stofnað 1999 en í dag starfa um 300 manns hjá fyrirtækinu. Þjónustusviðið spannar alla þætti almennrar sorphirðu, frá innsöfnun á heimilissorpi til söfnunar og flutnings á spilliefnum auk þess býður fyrirtækið upp á ráðgjöf á sviði endurvinnslu og flokkunarmála, vinnuvélaflutninga, leigu á vinnuskúrum, þurrsalernum, hálkueyðingu ásamt götusópun.

Íslenska Gámafélagið leitast við að bjóða viðskiptavinum sínum upp á heildarlausn á sviði flestrar umhverfisþjónustu. Það getur verið allt frá því að bjóða upp á ráðgjöf á sviði flokkunar og endurvinnslu, losun úrgángs, götusópun, snjómokstur, garðsláttur ásamt því að reka öflugustu véla- og tækjaleigu landsins.

Fyrirtækið hefur í dag yfir að ráða u.þ.b 2.000 járngámum og um 10.000 plastkara sem eru leigð fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum. Á einstaklingsmarkaði þjónustar Íslenska Gámafélagið yfir 100.000 heimili á Íslandi og erum við eitt stærsta þjónustufyrirtækið á sviði sorphirðu fyrir einstaklinga á landinu í dag.

Íslenska Gámafélagið er með starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu auk eftirtalinna svæða:

  • Suðurnes
  • Vestmannaeyjar
  • Árborg
  • Flóahreppur
  • Skeið- og Gnúpverjahreppur
  • Skaftárhreppur
  • Reyðarfjörður
  • Fljótsdalshérað
  • Fljótsdalshreppur
  • Akureyri
  • Fjallabyggð
  • Borgarnes
  • Snæfellsnes
  • Langanesbyggð
  •  Sveitarfélagið Hornafjörður

Íslenska Gámafélagið sér um að þjónusta flestar móttökustöðvar Sorpu , ásamt því að þjónusta rúmlega 3000 önnur fyrirtæki.

Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Gufunesi í sama húsnæði og því svæði sem Áburðarverksmiðjan var. Opið er á skrifstofu fyrirtækisins frá 08.00 til 17.00 alla virka daga og síminn er 577 5757. Neyðarsími okkar utan opnunartíma er einnig 577 5757.