Náttúran er takmörkuð auðlind

Hugsum áÐur en viÐ hendum

Öryggisstefna

Hjá Íslenska Gámafélaginu sættum við okkur ekki við slys og daglega leitum við leiða til að bæta öryggi starfsmanna. Grunnurinn að slysalausum vinnustað eru góð umgengni og öguð vinnubrögð. Íslenska Gámafélagið leggur áherslu á að tryggja öryggi, vellíðan og starfsánægju með því að:

 • Reglur og leiðbeiningar séu skýrar og aðgengilegar
 • Starfsmenn séu vel upplýstir og þekki þær öryggisreglur sem eru í gildi á vinnustaðnum
  og fari eftir þeim
 • Starfsmenn staldri við og leiti stöðugt leiða til að auka öryggi í leik og starfi

Gæðastefna

Það er markmið Íslenska Gámafélagsins að uppfylla ávallt kröfur og væntingar viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila.
Það gerum við með því að:

 • Starfa eftir vottuðu gæðastjórnunarkerfi ISO 9001
 • Mæla ánægju viðskiptavina og hagsmunaaðila á reglubundinn hátt
 • Vinnum að stöðugri þróun á þjónustu í takt við þarfir viðskiptavina
 • Tryggja stöðugar umbætur á vörugæðum

Jafnlauna- og jafnréttisstefna

Íslenska Gámafélagið hefur sett sér stefnu um jafnlauna- og jafnréttismál starfsmanna. Hver starfsmaður er metinn að eigin verðleikum og mismunun er ekki liðin.
Það gerum við með því að:

 • Starfa eftir vottuðu jafnlaunakerfi samkvæmt ÍST 85:2012
 • Leggja áherslu á jafnrétti, jöfn tækifæri og að jafna hlutfall kynja við ráðningu og
  tilfærslu í starfi
 • Greiða starfsmönnum sömu laun fyrir sömu eða samsvarandi störf
 • Veita starfsmönnum jafnan aðgang að fræðslu og þjálfun

Umhverfisstefna

Starfsmenn eru meðvitaðir um umhverfisáhrif fyrirtækisins og hafa kunnáttu, færni og metnað til að draga skipulega úr áhrifum þýðingarmestu umhverfisþáttanna, sem eru:

 • Eldsneytisnotkun og losun gróðurhúsalofttegunda
 • Efnanotkun og meðhöndlun spilliefna
 • Almennur úrgangur

Þetta gerum við með því að:

 • Starfa samkvæmt vottuðu umhverfisstjórnunarkerfi ISO 14001
 • Leita sífellt leiða til að gera betur í starfseminni
 • Finna og þróa lausnir sem bæta árangur í umhverfismálum
mynd