Íslenska gámafélagið á toppnum

05. september 2016

Wojciech Julian Jurasz er mikill fjallagarpur sem heldur sér í formi með því að sækja sorptunnur við heimili fólks. Þessi pólskættaði starfsmaður Íslenska Gámafélagsins er nýkominn til lands aftur eftir að hafa klifið Elbrus, eitt af hæstu fjöllum heims.

Glás af fjöllum „Ævintýri mín í fjöllunum byrjuðu í æsku minni,“ segir Wojciech Julian Jurasz, fjallagarpur og sorptæknir. „Dag eftir dag óx lyst mín á fjöllunum. Ég byrjaði að klífa fjöllin sem voru nálagt heimili mínu. Svo varð ég að klífa hærri fjöll. Ég kleif hæstu fjöll Póllands og Slóvakíu. Ég klifraði líka í Ölpunum en ekkert dugir mér, ég ert alltaf að hugsa um stærri og erfiðari klifurferðir.“ Vinirnir mikilvægir Hæstu fjöll sem Wojciech hafði klifið áður hann fór á tind Elbrus eru Großglockner í Austurríki sem er 3.798 metrar á hæð og Mont Blanc í Frakklandi sem er 4.809 metrar á hæð. „Í fyrra þegar ég og þrír vinir mínir vorum að klífa Mont Blanc fæddist sú hugmynd að klífa hæstu tinda heims. Síðan þá höfum við æft allan þann tíma sem við höfum haft lausan. Með hjálp vina og mikinn viljastyrk er allt hægt,“ segir Wojeiech kátur í bragði.

Til baka Fréttasafn