Sorphirðuráðgjöf

Íslenska Gámafélagið starfrækir umhverfissvið sem sérhæfir sig í ráðgjöf í sorphirðu- og umhverfismálum fyrir fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir.

Meðal verkefna umhverfissviðs Íslenska Gámafélagsins er gerð handbóka um sorphirðu, áætlana, skýrslna og ráðgjafar við flokkun og endurvinnslu. Jafnfram bjóða sérfræðingar okkar upp á úttekir á núverandi stöðu sorphirðunnar og leiðir til hagræðingar. Við sjáum einnig um kynningar og gerð kynningarefnis fyrir skóla, fyrirtæki og stofnanir ásamt því að aðstoða við útflutning á endurvinnanlegu hráefni og þeim málefnum er snúa að úrvinnslusjóði.

Hægt er að fá nánari upplýsingar og sorphirðuráðgjöf Íslenska Gámafélagsins með því að hafa samband við Birgi Kristjánsson, framkvæmdastjóra umhverfissviðs í síma 577 5757 eða með því að enda tölvupóst á birgir@gamur.is.