Fyrirtækaþjónusta

Meðal verkefna Íslenska Gámafélagsins er gerð handbóka, áætlana, skýrslna og ráðgjafar við flokkun og endurvinnslu fyrir fyrirtæki. Jafnfram bíður umhverfissvið Íslenska Gámafélagins upp á kynningar og gerð kynningarefnis fyrir skóla, fyrirtæki og stofnanir ásamt því að aðstoða við útflutning á endurvinnanlegu hráefni og þeim málefnum er snúa að Úrvinnslusjóð.

Við sinnum þrifum og þvotti á bílastæðum og  annarri þjónustu sem þarf að sinna við bílastæði fyrirtækja og stofnana.
Þar að auki seljum við fyrirtækjum og stofnunum það sem þarf til að hlaða rafbíla, svo sem rafhleðslustaura.