Þjónusta og ráðgjöf til fyrirtækja

Íslenska Gámafélagið ehf., var stofnað 1999.  Tilgangurinn með stofnun fyrirtækisins var að auka samkeppni á því sviði atvinnulífsins sem snýr að sorphirðu.  Fyrirtækið hefur í dag mikinn fjölda járnagáma og fjölda af plastkörum og tunnum af ýmsum stærðum og gerðum sem eru leigð fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum.  Þjónustusviðið spannar alla þætti almennrar sorphirðu, frá innsöfnun á almennu sorpi til söfnunar og flutnings á spilliefnum.  Fyrirtækið sinnir einnig götusópun, snjómokstri og hálkueyðingu ásamt almennri ráðgjöf í umhverfisþjónustu fyrir fyrirtæki, sveitarfélög og einstaklinga.

Ráðgjöf vegna flokkunar og endurvinnslu til fyrirtækja, sveitarfélaga, stofnana og einstaklinga er orðinn mjög veigamikil þáttur í starfsemi Íslenska Gámafélagsins. 

Með réttri ráðgjöf á þessu sviði má ná gríðarlegri hagræðingu í sorphirðukostnaði fyrirtækja.