Spurt og svarað

Hvers vegna að flokka? 
Náttúran er takmörkuð auðlind sem ber að nýta vel. Endurvinnsla sparar auðlindir jarðar, orku og dregur úr urðun. Sem dæmi um orkusparnarð þá krefst endurvinnsla áls aðeins 5% þeirrar orku sem þarf við frumvnnslu áls. Í tilviki pappírs þarf 60% minni orku við endurvinnslu pappírs en frumvinnslu hans. Endurvinnsla pappír sparar auðlindir því fyrir hvert tonn af endurunnum pappír sparast 17 tré.
Þar að auki veldur endurvinnsla mun minni mengun en frumvinnsla. Við endurvinnslu pappírs myndast 70% minni loftmentun en við frumvinnslu hans.
Með því að flokka og endurvinna lengjum við líftíma urðunarstaða þannig að lengri tími líður þar til við þurfum að finna nýjan. Til dæmis sparast allt að 3m3 í landfyllingu fyrir hvert tonn af pappír sem fer í endurvinnslu.


Hvað á ég eiginlega að setja í þessa grænu og brúnu tunnu? 
Græna tunnan er fyrir allan pappa, pappír, plastumbúðir og lita málmhluti. Brúna tunnan er fyrir matarafganga, plöntur og fleira lífrænt sem fellur til á heimilum. 
Flokkunarleiðbeningar fyrir grænu og brúnu tunnuna eru aðgengilegar undir slóðinni /flokkun-og-dagatol/ 
Ef þú ert ekki með brúna tunnu, getur þú alltaf fengið hjá okkur moltugerðartunnu. 1 kíló af lífrænum úrgangi gerir um 0,6 kíló af moltu og 30-35% af heimilissorpi er lífrænn úrangur sem hægt er að endurvinna. 


Hvernig sé ég hvenær tunnan er losuð hjá mér næst? 
Sorphirðudagatöl okkar eru aðgengileg undir slóðinni /flokkun-og-dagatol/sorphirdudagatol/

Þarf ég að skola plastumbúðir áður en ég set þær í grænu tunnuna? 
Já, það er nauðsynlegt að skola plastumbúðir áður en þær fara í grænu tunnuna. Hvorki  matarleifar né efnaleifar mega vera á þeim því þá eru þær ekki tækar til endurvinnslu. 

Má ég setja bein í brúnu tunnuna? 
Bein og kjötafgangar sem geta innihaldið heila- eða mænuvef úr sauðfé eða nautgripum eiga að fara með almennu sorpi. Það sama gildir um stór bein, t.d. af lambalæri. 

Má ég setja gler í grænu tunnuna? 
Nei, gleri þarf að skila á endurvinnslustöðvar. 

Má allur jólapappír fara í grænu tunnuna? 
Já, allur jólapappír en límbönd og gjafaborðar eru ekki tæk til endurvinnslu. 

Hvað get ég gert við lífrænan úrgang? 
Ef þú ert með brúna tunnu ferðu eftir flokkunarleiðbeningum hér /flokkun-og-dagatol/
Brúna tunnan er í boði fyrir öll fyrirtæki og íbúa þeirra sveitarfélaga sem við þjónustum og býður upp á lífræna flokkun. 
Ef þú ert ekki með brúna tunnu, getur þú alltaf fengið hjá okkur moltugerðartunnu og búið til þína eigin moltu heima. Hvert kíló af lífrænum úrgangi gerir um 0,6 kíló af moltu. 

Hvað með skilagjaldsskyldar umbúðir?
Plastflöskur og áldósir mega fara í grænu tunnuna en þá er ekki greitt skilagjald fyrir þær. Endurvinnslan hf., SORPA bs. og fleiri taka við skilagjaldsskyldum umbúðum og greiða skilagjald fyrir. 

Hvernig flokka ég málma?
Litlir málmhlutir á borð við lok af krukkum, álbakkar og niðursuðudósir mega fara í grænu tunnuna. Stærri málma skal koma með á endurvinnslustöðvar. Við getum útvegað gáma og sótt þá þegar um mikið magn er að ræða. 

Hvað með Pic-Nic dósir? 
Pic-Nic dósir, sem eru afar vinsælar í jólaboðum, eru dæmi um blandaðar umbúðir sem ekki er hægt að aðgreina auðveldlega í pappa, plast og málma. Þar sem ekki er til sérstakur endurvinnsluferill fyrir dósirnar, eru þær ekki tækar til endurvinnslu og teljast almennt sorp. 

Hvernig getur maður vitað hvort umbúðir eru plast, pappi eða ál? 
Meginreglan er sú, að plast slettir aftur úr sér eftir að það er krumpað, ál helst hins vegar krumpað. Pappír má auðveltlega rífa. Hins vegar getur verið að um blandaðar umbúðir sé að ræða sem ekki er hægt að aðgreina auðveldlega í plast, pappa eða ál. 
Mjólkur fernur og djúsfernur eru endurvinnanlegar þar sem til er sérgreindur endurvinnsluferill fyrir þær. Ekki þarf að rífa plasttappa eða álfimur frá. 

Hvað á ég að gera við kertaafganga?
Flestallar endurvinnslustöðvar taka við kertafgöngum og koma þeim í endurvinnslu. 

Þarf að rífa plasttappana af fernunum?
Nei, til er sérgreindur endurvinnsluferill fyrir fernunar þar sem tapparnir eru aðgreindir frá. 

Þarf að rífa „álfilmuna“ innan úr djúsfernum?
Nei, til er sérgreindur endurvinnsluferill fyrir fernunar þar sem filman er aðgreind frá. 

Hvar sæki ég um græna tunnu?
Þú getur sent okkur póst á gamur@gamur.is eða einfaldlega farið á slóðina Panta þjónustu þar sem þú slærð inn helstu upplýsingar: /vorur-og-%C3%BEjonusta/panta-%C3%BEjonustu/