Margar stærðir af umhverfisvænum maíspokum

Íslenska Gámafélagið lætur sérframleiða fyrir sig maíspoka í allmörgum stærðum.  Þeir eru sérstaklega ætlaðir undir lífrænt sorp.  Pokarnir eru framleiddir úr maíssterkju en það gerir m.a. það að verkum að pokarnir eyðast mun fyrr í náttúrunni en venjulegir plastpokar.

Endursöluaðilar víða um land eru eftirfarandi:  Bónus, Kaupfélag Skagfirðinga, Olís, Samkaup, Nettó, Miðstöðin Vestmannaeyjum,
Vöruval Vestmannaeyjum og Skipavík Stykkishólmi. 

Nánari upplýsingar í síma 577 5757 eða á gamur@gamur.is