Fyrirtæki sem ætla sér langt í umhverfismálum geta stólað á það að ráðgjöf sérfræðinga Íslenska Gámafélagsins í umhverfismálum mun svara þeim spurningum og mýtum sem skjóta oft upp kollinum þegar byrjað er að ræða sorphirðumál og flokkun hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum. 

Það fyrirkomulag sem við leggjum til er að fá að koma á staðinn og fá upplýsingar og magntölur og hvert viðskiptavinurinn vill stenfna í þessum málum.  Út frá því eru settar fram tillögur um mögulegar leiðir og þeim framfylgt annað hvort af stafsmönnum viðkomandi fyrirtækis eða af sérfræðingum Íslenska Gámafélagsins.