Sérfræðiþekking í flokkun og endurvinnslu

Starfsmenn Íslenska Gámafélagsins búa yfir mikilli sérfræðiþekkingu og reynslu á sviði flokkunar og endurvinnslu. Endurvinnsluráðgjöf sérfræðinga okkar hefur aðstoðað fjölmörg fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög til þess að ná markmiðum sínum um það að hámarka hlutfall sorps sem fer til endurvinnslu. Sérfræðingar okkar hafa farið í þúsundir heimsókna í þeim tilgangi að aðstoða við flokkun og endurvinnslu, þannig að þeir eru öllum hnútum kunnugir.

Við veitum almenna ráðgjöf, aðstoðum við merkingar á flokkunartunnum, greinum sorp í samræmi við óskir viðskiptavina og hjálpum þeim að setja sér ný markmið. 
Er eitthvað fleira sem við getum aðstoðað þig, þitt húsfélag, fyrirtæki eða stofnun með? Hafðu samband og við hjálpum.