Starfsumsóknir

Hjá Íslenska Gámafélaginu starfa um 250 manns víða um land en fyrirtækið býður viðskiptavinum sínum upp á heildarlausnir á sviði umhverfisþjónustu. Íslenska Gámafélagið er með umhverfis- og gæðavottun ISO 14001 og ISO 9001. Vélamiðstöðin er rekin af Íslenska Gámafélaginu og sérhæfir sig í leigu sérútbúinna bifreiða og metanbreytingum.
Mannauðsstefna fyrirtækisins sækir stuðning í heimspeki fisksins, Fish Philosophy, sem lýsir vilja fyrirtækisins til að vera framúrskarandi vinnustaður, þar sem metnaðarfullt starf er unnið af jákvæðu, sam­stilltu og ábyrgu fólki í anda jafnræðis. Mannauðsstefnunni er ætlað að tryggja starfsmönnum sem best starfsskilyrði og möguleika til að vaxa og dafna í starfi.
Ráðningarferli

Ráðningarferli Íslenska Gámafélagsins felst í því að umsóknir eru metnar og hæfum umsækjendum er boðið í viðtal. Síðan leitum við umsagna hjá a.m.k. tveimur umsagnaraðilum sem umsækjandi gefur upp.

Umsóknum um auglýst störf er svarað sérstaklega þegar ráðningu í starfið er lokið.

Laus störf: