Vissir þú að... 

...endurvinnsla pappírs lengir líftíma urðunarstaða - fyrir hvert tonn af pappír sem fer til endurvinnslu sparast allt að 3m3 í landfyllingu

...ef allur ruslpóstur á Íslandi yrði ekki sendur í endurvinnslu jafngildir það útblæstri frá 1.200 fólksbílum.

...hægt er að byggja brú frá Íslandi til tunglsins úr öllum þeim ruslpósti sem berst inn á heimili fólks eða 363.000 km.

...fyrir hvert tonn af endurunnum pappír sparast um 17 tré.

...70% minni loftmengun myndast við endurvinnslu pappírs.

...60% minni orkuþörf þarf við endurvinnslu pappírs en frumvinnslu

...endurvinnsla áls þarfnast einungis 5% þeirrar orku sem þarf við frumvinnslu áls.

 ...endurvinnsla á einni áldós sparar rafmagn sem dugar fyrir sjónvarp í 3 klukkustundir

 ...á hverri mínútu eru 113.300 áldósir endurunnar.

...vissir þú að 1 kg af lífrænum úrgangi er hægt að breyta í 0,6 kg af moltu.

...30-35% af sorpi heimilisins er lífrænn úrgangur sem hægt er að endurvinna.