Markmið

Til að tryggja stöðugar framfarir í gæða-og umhverfismálum setur fyrirtækið sér mælanlega markmið. Allir starfsmenn skulu vera meðvitaðir um umhverfisáhrif fyrirtækisins og hafa kunnáttu og færni til að draga skipulega úr áhrifum þýðingarmestu umhverfisþáttanna, sem eru:

  • Eldsneytisnotkun og losun gróðurhúsalofttegunda.
  • Efnanotkun, spilliefnaútgangur og losun efna í vatn og jarðaveg.
  • Almennur úrgangur, meðhöndlun og flokkun
Allir starfsmenn skulu verða meðvitaðir um gæðamarkmið fyrirtækisins sem eru að:

  • Efla umhverfisvitund viðskiptavina í flokkun, endurnýtingu og endurvinnslu.
  • Efla þjálfun og fræðslu starfsmanna á sviði gæða-og umhverfismála.
  • Bjóða nýjar lausnir í sorphirðu fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Stefnuna kynnum við öllu starfsfólki okkar, viðskiptavinum og birgjum, framfylgjun henni á skipulegan hátt og endurskoðum reglulega.