Ráðgjöf til einstaklinga

Íslenska Gámafélagið starfrækir umhverfissvið sem sérhæfir sig í ráðgjöf í umhverfismálum fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir.

Meðal verkefna sérfræðinga umhverfissviðs Íslenska Gámafélagsins er gerð handbóka, áætlana, skýrslna og ráðgjafar við flokkun og endurvinnslu. Jafnfram bíður umhverfissvið Íslenska Gámafélagins upp á kynningar og gerð kynningarefnir fyrir skóla, fyrirtæki og stofnanir.

Annað sem við aðstoðum við er að benda á ýmsar leiðir til þess að einfalda flokkun og skipulag innanhúss.  Undir vörur og þjónusta er að finna upplýsingar um flokkunartunnur til notkunar innanhúss.

(Hægt er að fá nánari upplýsingar og ráðgjöf með því að hafa samband við Birgi Kristjánsson, framkvæmdarstjóra umhverfissviðs, í síma 577 5757 eða birgir@gamur.is)