Þjónusta í boði

Íslenska Gámafélagið sinnir fjölmörgum sveitarfélögum á landinu með sorphirðu frá yfir 30.000 heimilum.

Hjá flestum þessara sveitarfélaga hafa sérfræðingar Íslenska Gámafélagsins einnig séð um innleiðingu á flokkun og endurvinnslu með heimsóknum og fræðslu til íbúanna vegna flokkunar og endurvinnslu.  Lykillinn að árangri þegar kemur að flokkun og endurvinnslu er kynning og fræðsla.

Fjölmörg heimili á Íslandi eru með Grænu tunnuna frá Íslenska Gámafélaginu.  Í Grænu tunnuna má setja allan pappír, bylgjupappa, plast og minni málmhluti.