Þjónusta við einstaklinginn

Íslenska Gámafélagið sinnir fjölmörgum sveitarfélögum á landinu með sorphirðu hjá yfir 30.000 heimilum.

Hjá flestum þessara sveitarfélaga hafa ráðgjafar Íslenska Gámafélagsins einnig séð um innleiðingu á flokkun og endurvinnslu með heimsóknum og fræðslu til íbúanna vegna flokkunar og endurvinnslu.  Lykillinn að árangri þegar kemur að flokkun og endurvinnslu er kynning og fræðsla.

Græna tunnan frá Íslenska Gámafélaginu er inni á fjölmörgum heimilum á Íslandi.  Í Grænu tunnuna má setja allan pappír, bylgjupappa, plast og minni málmhluti.

Íslenska Gámafélagið hefur verið brautryðjandi í kynningu og fræðslu til sveitarfélaga um flokkun sorps og moltugerð.  

Í janúar 2008 tók Stykkishólmur, fyrst sveitarfélaga á Íslandi, af skarið þar sem allir íbúar hófu að flokka sorp eftir þriggja flokkunar kerfi Íslenska Gámafélagsins. Síðan þá hafa fjölmörg sveitarfélög bæst í hópinn og þannig náð að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til sveitarfélaga um minnkun á sorpi sem fer til urðunar. 

Reynsla frá þeim sveitarfélögum sem notast við þriggja tunnu kerfi Íslenska Gámafélagsins hefur sýnt að urðun úrgangs hefur dregist saman frá fyrsta mánuði.  Eftir tvo til þrjá mánuði er flokkunarhlutfallið ávalt komið í 55-65%.  Flokkunarhlutfallið í Stykkishólmi var 67% strax á fyrsta ári sem þýðir að 67% af heimilisúrgangi sveitarfélagsins fór í endurvinnslu en einungis 33% fór til urðunar.